Næn elefen

11 Sep

Fyrir 10 árum fór ég í Ikea að kaupa eitthvað drasl af því rör í baðinu hjá mér hafði rofnað og vatn flætt niður og eyðilagt eldhúsinnréttinguna á neðri hæðinni.

Ég og Steini sleggja (eða aðallega hann) vorum að gera við helv innréttinguna. Verið var að fljúga á turnana í gríð og erg á sama tíma og lagermaður í Ikea var á taugum því mamma hans var að vinna í turninum (sagði hann).

Lufsan var á taugum því við vorum búin að kaupa ferð til NYC í enda nóv. Við höfðum verið að skoða heimasíðu mollsins sem var í kjallara WTC.

Um kvöldið var Ómar Ragnarsson í þotu með viðtal við Birgi Ísleif Gunnarsson eða einhvern svoleiðis karl. Hann var rauðþrútinn og mjög ánægður með þessa þróun því nú myndi „verð á áli eflaust rjúka upp“…

Nokkrum vikum síðar fóru menn í algöllum að sprauta vatni á pakka og allskonar kúnstir. Það átti að vera miltisbrandur út um allt.

Við fórum til NYC í enda nóv. Fyrsta fréttin sem ég heyrði var að George Harrison væri dáinn. Annars fín ferð en rosa mikið af fánum alls staðar.

Maður hélt að eftir þetta yrði „allt breytt“. Svo breyttist ekki neitt nema maður er ógeðslega lengi í gegnum flugstöðvar, þarf að fara úr skónum og það er hirt af manni vatn.

Takk fyrir helvítis ofbeldispakk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: