Hellvar stöðvar hávaðann

10 Sep

Hellvar – Women & Cream

Hljómsveitin Hellvar er að koma með aðra plötuna sína. Hún heitir Stop That Noise og er drullugóð. Ég get auðvitað ekki skrifað um hana í Fréttatímanum en ef þetta væri einhver Heiða út í bæ en ekki Heiða vinkona mín fengi platan pottþétt fjórar stjörnur og svaka lofrullu. Heiða aldrei betri eða eitthvað slíkt væri fyrirsögnin. Hér er fréttatilkynning frá útgefanda:

Önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Hellvar, Stop That Noise, verður fáanleg í forsölu hjá Gogoyoko (beinn tengill) frá miðnætti föstudagsins 8. september. Opinber útgáfudagur plötunnar er hins vegar miðvikudagurinn 14. september en þá kemur platan í verslanir.

Þann sama dag mun hljómsveitin halda útgáfu- og hlustunarpartý í Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda Laugavegi 21. Gleðin hefst klukkan 21:00 en þá verður einnig nýr meðlimur hljómsveitarinnar kynntur til leiks. Það er enginn annar en Haukur Viðar Alfreðsson úr Morðingjunum sem mun leysa Sverri Ásmundsson undan bassaskyldum, en Sverrir flytur með fjölskyldu sinni til Danmerkur í Október. 

Eins og allir vita byrjaði hljómsveitin Hellvar sem dúett sem hægt og rólega óx í kvintett en í hvert sinn sem hljómsveitin bætir við sig meðlimi er viðkomandi látinn halda að minnsta kosti 20 mínútna uppistand. Haukur hlýtur þar enga undanþágu og samkvæmt hefðinni þarf hann að sýna og sanna að hann þoli vægðarlaust sviðsljósið.

Fyrstu lögin af Stop That Noise, Ding an Sich (beinn tengill á Youtube) og I Should Be Cool (beinn tengill á Youtube), hafa notið töluverðra vinsælda á Rás 2 og X-inu 977 og er Hellvar á bullandi siglingu þessa dagana eftir vel heppnaða tónleikaferð til Bandaríkjanna í sumar. Framundan er mikil spilamennska til að fylgja plötunni eftir, fyrirhugaðir eru útgáfutónleikar í lok september sem og heill hellingur af tónleikum á og í kringum Iceland Airwaves.

Aron Arnarsson stjórnaði upptökum og sá um hljóðblöndun á Stop That Noise en um tónjöfnun (mastering) sá JJ. Golden frá Golden Mastering, JJ hefur m.a. unnið með böndum eins og Primus, Sonic Youth, Calexico og Neurosis. Hljómurinn á plötunni er því kraftmikill, krassandi og eins og hann gerist bestur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: