Sjö gos í minn maga

9 Sep


Ég hef aldeilis sopið gos. Lufsan var búin að finna handa mér eitthvað gæða cream soda í Skotlandi en það var tekið af henni í handfarangrinum. Hún hefði náttúrlega getað sprengt upp þotuna með því (takk Talíbanar). Í örvæntingu sinni keypti hún á flugvellinum flöskur af Rubicon Passion og Rubicon Mango (á netinu). Þetta er glundur búið til á Bretlandi, dísætt ávaxta gervibragðsdrull og ekki minn tepoki. Varð að skipta innihaldi hverrar flösku á milli mín og krakkanna til að þetta færi ekki til spillis. Ekki nema ein stjarna (af fjórum mögulegum) á hverju flösku.

Í hinni ekki svo hagstæðu Europris búð keypti ég Nikoline hyldeblomst sodavandnetinu) á eitthvað smotterí, undir 100 kall minnir mig. Þetta máttlausa glundur mun vera framleitt í Faxe í Danmörku. Hyldeblom heitir ylliblóm á íslensku og eru svona lítil hvít blóm sem vaxa í hnapp á háum stilkum. Maður sér þetta oft (held ég). Drykkurinn er glær og eitthvað í áttina að Sprite bara máttlausari  (ekki eins sætur þ.e.a.s.) Ég er lítið fyrir glæra drykki en þess var svona la la og fær með herkjum tvær stjörnur.

Í Melabúðinni fékk ég Fentiman’s Curiosity Cola netinu), sem er búið til í Newcastle, UK. Þessir eru með allskonar gutl sem á það sameiginlegt að vera í flottum flöskum og virka spennandi en vera svo ekkert spes á bragðið. Nú er búið til cola víðsvegar þótt þeir félagar Coke og Pepsi eigi markaðinn. Við þekkjum Kletta, Spur, RC og Bónus kóla. Fentimansið er bara ekkert forvitnilegt, eins og Bónus kóla á bragðið en bara svona x5 dýrara. Ég held mig við Coke enda fær Fentimans bara eina stjörnu.

Í dúndurbúðinni Tiger má gera góð kaup á ýmsu þótt margt af því sé reyndar drasl. Þau eru farin að selja 3 tegundir af ítalska snobbgosinu frá San Pellegrino (á netinu). Það sem ég keypti ekki var bara appelsínugos, en ég tékkaði sem sé á San Pellegrino aranciata rossa (blóðappelsínu) og San Pellegrino limonata (sítrónu). Eftir að hafa séð ítalskar listamyndir í kvikmyndaklúbbum, dúndur stöff eftir Fellini og Pasolini (ég sá reyndar Salo einhvers staðar í útlöndnum, þá ógeðslegu mynd, og man því miður margt úr henni ennþá), hef ég draumkennda mynd af Ítalíu. Hef aldrei komið þangað samt. Draumkennda myndin hjálpar til við að gera drykkina meira spennandi en ella og einnig eru þeir í mjög lekker og evrópskum flöskum.  Ég hef aldrei fattað blóðappelsínur og finnst þær vondar og því var blóðappelsínugosið eðlilega verra en hitt. Fær ekki nema tvær stjörnur. Sítrónugosið var bragðmikið og hressandi og mjög fínt og fær þrjár stjörnur.

Að lokum er það The Pop Shoppe Root Beer, sem Heiða var svo elskuleg að færa mér frá Kanada. The Pop Shoppe merkið (á netinu) mun vera frá Burlington í Ontario fylki. Það er retró að drekka annað en kók svo umbúðirnar þeirra er mjög skemmtilega retró og flaskan gamaldags í laginu. Drykkurinn sjálfur er fínn rótarbjór, örlítið rammur en alveg í næstum því A-flokki. Kanadamenn geta greinilega búið til rótarbjór ekkert síður en vinir þeirra fyrir neðan þá. The Pop Shoppe rótarbjórinn fær þrjár stjörnur.

(Framvegis mun „umfjöllun“ um niðurkyngt gos birtist á þennan hátt. Gamla gossíðan mín er hér.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: