Músíkfréttir

7 Sep

Hinir sigggrónu experimental noise meistarar Reptilcus snúa aftur. Plata á leiðinni og vesen. Komnir með flúnkunýja HEIMASÍÐU REPTILICUS!

Heyrði á maðurinn með englaröddina, meistari Engilbert Jensen, væri að gera nýja plötu. Það yrði þá hans fyrsta síðan Skyggni ágætt kom út 1976 og kominn tími til!

Útlendar plötur sem ég hef verið að hlusta dálítið á upp á síðkastið og fílað eru:

Girls – Father, Son, Holy Ghost. Skemmtilega óræðið popp, bæði ferskt og rótgróið. Sjáið myndband við lagið Vomit.

Norton safnplatan I still hate cds með hráu stöffi frá fornöld. Mjög skemmtilegt lag er þar með einhverjum T. Valentine sem heitir Hello, Lucille, are you a lesbian?

Þetta finnst mér mjög gott popplag með Jack Johnson.

Grímur og kó hrúga inn hljómsveitum á Airwaves. Það er víst orðið uppselt. Fyrir utan öll böndin sem maður hefur aldrei heyrt um áður, en mun kynna sér, eru þarna nokkur sem maður þekkir og gaman verður að sjá. Finnarnir í 22 Pistepirkko eru náttúrlega auðfúsugestir hér, enda búnir að koma amk 2 sinnum áður. Þeir voru að gefa út nýja plötu, Lime Green Delorean, sem er alveg fín. Tékkaðu á þeim akkústika eitt lagið af henni.

Dönsku unglingapönkurunum í Iceage var ég búinn að skoða. Spila post-pönkað hávaðapönk eins og þetta.

John Grant er einn feitasti hvalbitinn þarna. Hér tekur hann eitt frægasta lagið af Queen of Danmark, plötunni sem kom honum á „kortið“.

Beach House spila baðstrandapopp og eru skemmtileg en tregafull. Hér ganga þau í garðinum.

Hinir sænsku Dungen eru spes. Hippa og krautrokklegir, en samt njúveif, „sænskir“ og fress. Þeir gefa skít í allt í gullfallegu myndbandi.

Svo má auðvitað ekki gleyma að minnast á Yoko Ono og Sinead! Yoko er náttúrlega algjör snillingur og Sinead hefur verið að gera góða hluti á blogginu sínu að undanförnu, en þar er hún vægast sagt mjög opin og skemmtileg.

3 svör to “Músíkfréttir”

 1. Óskar P. Einarsson september 7, 2011 kl. 9:23 f.h. #

  Ný tékkverð plata er nýja St. Vincent platan, „Strange Mercy“. Mögnuð manneskja hér á ferð, fyrstu skrefin hennar voru einmitt þegar hún hitaði upp (og spilaði svo með) Sufjan Stevens í Fríkirkjunni hér um árið. Þetta er samt ALLT ÖÐRUVÍSI músík en SS.

 2. drgunni september 7, 2011 kl. 3:20 e.h. #

  Jamm. Ágætis stöff þessi St. Vincent!

 3. Óskar P. Einarsson september 7, 2011 kl. 4:50 e.h. #

  Girls eru alveg drullumagnað band, flott plata sem ég mun örugglega kaupa mér. Women finnast mér samt betri, einkum ‘Public Strain’ platan. Hljómsveitin Ladies (með Hella-trommugeðsjúklingnum Zach Hill) er fínt líka.

  Fleiri kven-þemuð bönd, einhver?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: