Sarpur | Myndrænt RSS feed for this section

Pabbi minn, Hugh Hefner

3 Okt

Síðasti vetur var ekkert spes. Pabbi (1926-2016) dó í desember og mamma (1928-2017) nennti þessu ekki ein og dó í mars. Keflvíkingurinn Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, söngvari Vébandsins og Ofris, jarðaði þau bæði. Við krakkarnir fimm erum enn að reyna að selja íbúðina þeirra á Snorrabraut en við erum þegar búin að fá sparnaðinn í arf. Takk mamma og pabbi fyrir allt Euroshopper kexið!

Svo var Hugh Hefner Playboy-karl að hverfa yfir móðuna og inn í sitt Playboy mansion í næstu vídd. Finnst mér því við hæfi að endurbirta þennan Bakþanka-pistil sem ég skrifaði og birti í Fréttablaðinu 2008.

pabbihefner
PABBI MINN, HUGH HEFNER
Þar sem ég sveimaði um Alnetið, eins og of oft vill gerast, í algjöru innihalds- og tilgangsleysi, rakst ég á myndir úr afmæli Playboy-kóngsins Hughs Hefners. Ég gerði óvænta uppgötvun: Hugh er jafnaldri pabba míns, meira að segja hálfu ári eldri en hann. Ótal hugsanir skautuðu um heilann á mér.

Þarna sat gamli maðurinn að halda upp á 82 ára afmælið sitt. Með góðlegt bros gamalmennisins og aðra lúkuna á lærum ungrar vinkonu sinnar. Hinum megin við Hugh sátu tvær ungar ljóskur í viðbót og hugsanlega voru allar þrjár búnar að þjónusta afmælisbarnið fyrr um daginn. Og voru svo kannski á leiðinni í höllina til að veita frekari þjónustu. Það fór hrollur um mig.

En bíðum við. Hvað átti þessi hrollur að fyrirstilla? Var hann ekki bara til marks um ófyrirgefanlega fordóma í garð eldri borgara af minni hálfu? Hvað með það þótt gamli maðurinn sofi hjá ljóshærðum bimbóum og geymi þær eins og kvikfénað í kofanum sínum? Ég meina, hann á peningana, er svaka fínn karl og ef hann finnur stelpur sem eru nógu klikkaðar og með nógu brotna sjálfsmynd til að dúllast utan í sér, er það þá mitt að dæma? Er ekki ástin landamæralaus?

Þá varð mér hugsað til pabba míns. Liði manni ekki hálf undarlega að heimsækja hann í ellismellablokkina ef það væru alltaf þrjár bráðhuggulegar ljóskur á nærbuxunum utan í honum? Jæja pabbi minn, hvernig ertu í pípulagningunni í dag? Hann er fínn, myndi þá Gógó, átján ára, grípa fram í og klappa pabba á lærið og brosa tvíræðu brosi. Jæja, myndi maður þá dæsa og reyna að horfa ekki á pabba og Gógó gerast full náin.

Þaðan af síður vil ég að dóttir mín verði gamalmennakanína þegar hún verður stór. Hvernig hefur kallinn það? gæti maður spurt í símanum með uppgerðar áhuga en vonað innst inni að hann færi að hrökkva upp af svo þessu niðurlægingartímabili myndi nú ljúka.

Hugh er demókrati og hefur gefið fullt af peningum til að berjast gegn ritskoðun – fínn karl, eins og ég segi. Hann á að hafa sofið hjá meira en tvöþúsund konum og segist enn þrælvirkur. Líf hans er draumafyrirmynd fjölmargra karlmanna. En það er nú bara af því við erum svo ógeðslega mikil fífl.

Framboð Sigmundar tilbúið

25 Sep

Jahá! Framboð Sigmundar Davíðs er bara tilbúið og þú last það fyrst hér: Efsta fólk á listanum. Að sjálfssögðu verður meistari Sigmundur næsti forsætisráðherra og kemur öllu á réttan kjöl, enda stoppaði hann Icesave með berum höndum og keypti gamlan vegg við Reykjavíkurhöfn. Þar að auki er hann dugnaðarforkur eins og viðvera hans í síðasta þingi getur staðfest. Áfram gamla Ísland! Áfram Sigmundur!

sigmundur-davi_-gunnlaugsson
SIGMUNDUR „SIMMI“ – Norðaustur
Allir fíla Simma, nema svívirðilegir ofsækjendur hans. Skammist ykkar! Hver vann Icesave, ha? Simmi vann Icesave. Kemur af fátæku alþýðufólki og hefur haft að berjast fyrir sínu. Réttur maður á réttum stað í dag þegar nútíminn bankar á dyr með offorsi.

gunnarbragi
GUNNAR „BURSTAKLIPPING“ BRAGI – Norðvestur
Allt gott kemur frá Skagafirði, t.d. Kaupfélag Skagfirðinga og hestar.

bjorningihlin
BJÖRN „BINGI“ INGI – Rvk-suður
Hörkuduglegur nagli sem hefur sko aldeilis unnið hörðum höndum fyrir sínu frá blautu barnsbeini. Athafnaskáld með tandurhreinan skjöld. Á mynd er hann með fv. ástmey sinni, Brand.

johannesthor
JÓHANNES „VAFASAMUR“ ÞÓR – Rvk-norður
Spilaði á bassa með Vafasöm Síðmótun (pönk), fv. aðstoðarmaður og nv. almannatengill = Heilagur maður!

arnij
ÁRNI „TEPPI“ JOHNSEN – Suður
Á þessum óvissutímum með sín svokölluðu internet er þörf á vönum manni sem lætur verkin tala, landi og þjóð til heilla.

gudruns
EINHVER KONA – Kraginn
Konan er ófundin en leit stendur yfir. Það verður að hafa eina konu svo kellingar verði ekki með röfl.

Ef þetta stórfenglega úrval hæfileika nær ekki a.m.k. 10 mönnum á næsta þing skal ég hundur heita. Snati þá helst. Voff voff!

Pink Hjöll – The Wall

17 Ágú

pinkhjoll-thewallPINK HJÖLL – THE WALL (2017 Redux)
Written by Hjörleifur Guttormsson
Produced by einhver gufa
Engineered by Bæjarvinnan

Pönksafnið er opið

3 Nóv

Pönksafn Íslands, Bankastræti 0, var opnað með pönki og prakt í gær þegar Johnny Rotten mætti alveg eiturhress og blessaði samkomuna. Hér er nokkrar myndir. Safnið er svo opið áfram og það er hreinlega sturlun að mæta ekki.
gaurar-1
Þrír vænir: Einar Örn, Rotten og Finni, eigandi Pönksafnsins.

gaurar-21
Safnið er að sjálfssögðu útkrotað. Hér skrifar Árni Daníel Júlíusson (Snillingarnir, Taugadeildin, Q4U).

gaurar-10
Rotten messar.

Súkkulaðiverksmiðjan yfirgefin

3 Okt

gloop
Kalli og sælgætisgerðin er stórkostleg bók (og tvær kvikmyndir). Þar fá leiðinlegir og frekir krakkar verðskuldaða ráðningu. Að lokum stendur hinn hjartahreini Kalli einn eftir. Einn hinna freku er Augustus Gloop. Í gær náðist mynd af honum yfirgefa sælgætisgerðina með skömm.

Fórnað á altari RVK DTR

6 Sep

rvkdtr-forn
Hver er undir teppinu? spyrja Reykjavíkurdætur á fyrstu plötu sinni sem var að koma út. Ég veit ekki hver er undir teppinu, en ég, JFM og Marta María vorum undir hauspokunum þegar við vorum leidd inn á svið Nasa á laugardagskvöldið. Það átti að taka okkur af lífi fyrir listina og „klára dæmið“, en eins og einhverjir muna kannski höfðu RVK DTR lent í buffi við Ágústu Evu, sem hneykslaðist og gekk út, og Emmsjé Gauta, sem sagðist ekki fíla þær. Það sem sameinar hópinn er að við vorum öll í síðastu tíð Ísland Got Talent.

Nema hvað; við lifðum aftökuna af og fórum á barinn. Þar hittum við Ágústu Evu, sem fussaði yfir þátttöku okkar í þessum skrípaleik og var ekkert að fíla þetta. Gerð var tilraun til að fara „á djammið“, m.a. á sveitaball með Á móti Sól í kjallaranum hjá Friðriki Ómari í Græna herberginu. Magni og kó kunna þetta.

Plata Reykjavíkurdætra er nett, poppuð og fersk og ánægjulegt er að hlusta á íslenskt rapp með ilmandi píkulykt, eftir alla pungfíluna sem hingað til hefur verið viðloðandi þessa senu. Bravó! (Myndirnar tók Lea Letzel)

Rvkdtr-forn4

Ofsagyrti Hr. ÓRG

7 Ágú

Birgir Baldursson leitar nú logandi ljósi að uppháum buxum. Hann er í uppreisn gegn samanteknum ráðum tískubransans um að allir eigi að vera í mjaðmabuxum. Ég er alveg sammála enda oft strítt heima fyrir fyrir að vera of uppgyrtur. Ég gyrði helst boli ofan í nærbuxur og svo vil ég hafa upphátt ofan á til að halda öllu í skorðum. Ég þoli ekki slappar nærbuxur þar sem allt lafir og maður klemmir pung þegar maður hjólar. Þetta er náttúrlega allt farið að lafa í ellinni og pungurinn ekki eins kókushnetu-stinnur og áður. Eru kannski til botoxsprautur til að stinna pung? Pungkítti fyrir heldri menn?

Hér má einmitt sjá okkur Bigga velgyrta í New York 1989. Ari er sennilega mjaðmaður á því enda of kúl fyrir ofsagyrt.
blessalicedonut1989

Í framhaldi af þessum pælingum birtist stórkostleg mynd á Facebook af fv. forseta vorum ofsagyrtum með Jónínu Ben og Dorritt á Esjunni. Ég sá strax von um nýja tíma ofsagyrtra.
olie

Nú er komið í ljós að myndin er fölsuð. Einhver snillingur hefur ofsagyrt Ólaf, en hann er þó sannarlega velgyrtur á upprunalegu myndinni.
13934779_10207936337939007_5506746129887507194_n

Eftir standa nokkrar spurningar sem gaman væri að fá svör við. Hver gyrti Ólaf svona ofsavel í brók? Hvenær var myndin tekin og við hvaða tilefni? Og síðast en ekki síst: Hvenær getur maður keypt almennilegar uppháar buxur í búðum, en ekki þetta mjaðmadrasl sem nú er allsráðandi?

Björgólfur minnist Lemmys

11 Jan

Það er skammt stórra högga á milli í rokkinu. Bowie dó í dag, Lemmy fyrir rúmri viku. Í gær var haldin minningarathöfn fyrir Lemmy á uppáhaldsstaðnum hans í Los Angeles, Rainbow Grill & Bar. Eins og von var á hópuðust rokkarar á staðinn eins og sjá má hér. Einn í hópnum sker sig nokkuð úr, enginn annar en stórgrósserinn Björgólfur Thor Björgólfsson. Ég segi nú bara eins og oft er sagt: WTF!?

motorhead, motörhead, lemmy kilmister, lemmy, ian lemmy kilmister, lemmy funeral, funeral, rainbow room, rainbow bar, the rainbow, sunset strip, sunset, vice, noisey, kim kelly, andrea domanick, melissa castro, m-castro photography, m-castro, rock n roll, lengend, jack and coke, jack daniels, lemmy is god, lemmy rules, ace of spades, motorizer, lemmy lives
Tja, nema þetta sé bara einhver sem er svona ótrúlega líkur honum?

Tíu atburðir 2015

23 Des

bubbiorm
Bubbi borðar orm og reynir svo að kúka honum aftur út.

AR-151139899
Almar kúkar í kassanum.

848148
Björk með grímu og lífleg til augnanna.

pinkgeuser
Sílemaður strokkaði Strokk með bleikum lit. Það hlýtur að vera í lagi með Strokk því ekki hafa margir hneykslast yfir þessu síðan þennan hálftíma sem hatrið gekk yfir þennan gullfallega gjörning.

thefallrektor
Aðdáandi The Fall verður háskólarektor. Enn er von!

ap282435178697 (1)
Jói Daisy stendur sig.

Justin-Bieber-Ill-Show-You2
Justin Bieber veltir sér upp úr alíslenskum mosa. Mikil hætta er talin á víðtækum mosaskemmdum næsta sumar þegar tugþúsundir Bieber-aðdáenda flykkast á mosabreiður landsins til að leika eftir mosaleikinn.

hinsch-jonvalur
Útlendingur – ÚTLENDINGUR!!! – les veðurfréttirnar með hreim – HREIM!!! Mikil fjölgun í skipsströndum í kjölfarið.

frettatiminn-disa
Hver er Eva Magnúsdóttir? Hverjum er ekki sama?

V2-150809708
Kleinuhringir slá í gegn. Frekar ógeðslegt stöff samt.

 

Krásir fyrir krakka

21 Des

2015-12-21 15.01.12
Nú eru krakkar komnir í jólafrí og foreldrar vonandi líka. Ég mæli með ferð í Norræna húsið, þeim frábæra stað. Nú, það má t.d. fá sér hádegisverð á Aalto bistro og síðan fara á frábæra sýningu Lóu Hjálmtýsdóttur, Jólaland. Þar er haugum af jólaskreytingum hrúgað saman í frábæra heild sem er „spúkí“ og „krípí“, svo vitnað sé í börnin, og algerlega frábær.

2015-12-21 15.01.40
Klukkan 12:34 hvern dag er svo óvænt atriði úr jóladagatalinu og til að kóróna daginn er 70 ár afmælissýning um Línu langsokk í bókasafninu. Allt ókeypis. Frábært stöff!
2015-12-21 15.13.05